Taprekstur Kjarnans heldur áfram

Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri vefsíðunnar Kjarnans.
Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri vefsíðunnar Kjarnans. mbl.is/Hari

Kjarn­inn miðlar ehf. tapaði 4,9 millj­ón­um króna á síðasta ári, en fé­lagið rek­ur sam­nefnda vefsíðu og tíma­ritið Vís­bend­ingu. Tap fé­lags­ins árið áður nam rúm­um sex millj­ón­um króna. Kjarn­inn hef­ur frá upp­hafi verið rek­inn með tapi, en alls nem­ur tapið frá því að fé­lagið var sett á fót árið 2013 rúm­um 66 millj­ón­um króna.

Eins og ViðskiptaMogg­inn greindi frá í vor var hluta­fé fé­lags­ins aukið um 25 millj­ón­ir króna und­ir lok síðasta árs, bæði með fjár­fram­lög­um nú­ver­andi hlut­hafa auk þess sem skuld­um við hlut­hafa var breytt í hluta­fé.

Tekj­ur fé­lags­ins námu í fyrra um 107 millj­ón­um króna og juk­ust um tæp­ar 29 millj­ón­ir á milli ára. Í frétt á vefsíðu fé­lags­ins kem­ur fram að svo­nefnd­um val­frjáls­um greiðslum til miðils­ins hafi fjölgað og meðal­fjár­hæð þeirra hækkað. Rétt er að taka fram að slík­ar greiðslur bera ekki virðis­auka­skatt líkt og hefðbundn­ar áskrift­ar­tekj­ur. Þá á Kjarn­inn rúm­ar 15 millj­ón­ir króna í tekju­skattsinn­eign vegna ta­prekst­urs síðustu ára.

Rekstr­ar­gjöld námu um 111 millj­ón­um króna og juk­ust um tæp­ar 28 millj­ón­ir króna á milli ára. Laun og launa­tengd gjöld námu tæp­um 95 millj­ón­um króna á ár­inu, voru um 85% af rekstr­ar­gjöld­um síðasta árs, og juk­ust um tæp­ar 25 millj­ón­ir króna á milli ára. Eigið fé fé­lags­ins var í árs­lok 25,8 millj­ón­ir króna og Kjarn­inn miðlar fékk 14,4 millj­óna fjöl­miðlastyrk úr rík­is­sjóði.

Í frétt á vefsíðu Kjarn­ans kem­ur fram að lest­ur síðunn­ar hafi auk­ist um 20% á tveggja ára tíma­bili, frá ár­inu 2019, og hafi aldrei verið meiri en nú. Þó eru eng­ar töl­ur birt­ar um lest­ur eða heim­sókn­ir á síðuna.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK