Fjárfesta fyrir 30 milljarða

Stefnt er að því að 5G fjarskiptakerfi nái yfir 90% …
Stefnt er að því að 5G fjarskiptakerfi nái yfir 90% landsins innan fimm ára.

Franski fjárfestingarsjóðurinn Ardian, sem í vikunni gekk frá kaupum á Mílu, dótturfélagi Símans, hyggst hraða uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi og verja til þess um 30 milljörðum króna á næstu fimm árum. Stefnt er að því að 5G-fjarkiptakerfi nái yfir 90% landsins innan fimm ára og áhersla verður lögð á lagningu ljósleiðara í dreifbýli.

Rætt er við Daniel von der Schulenburg, framkvæmdastjóra og yfirmann Ardian Infrastructure, í Morgunblaðinu í dag.

Schulenburg segir að lögð verði áhersla á að mynda ný viðskiptasambönd og að Míla hafi hug á því að eiga í viðskiptum við fleiri fjarskiptafélög en Símann eingöngu.

„Við viljum hefja samtal við önnur fjarskiptafélög, til dæmis Vodafone og Nova, um viðskipti. Það er eðlilegt að það ríki lifandi samkeppni á þessum markaði samhliða því sem íbúar út um allt land hafi aðgang að öruggum og góðum fjarskiptatengingum,“ segir hann.

Þá segist Schulenburg einnig hafa skilning á því að ýmsir hafi sett fyrirvara við fjárfestingu erlends aðila í fjarskiptainnviðum á Íslandi.

Í samtali við blaðið fjallar hann um sambærilegar fjárfestingar félagsins í öðrum ríkjum, en Ardian hefur meðal annars fjárfest í fjarskiptainnviðum í Þýskalandi, á Ítalíu, í Bandaríkjunum og á Spáni, auk annarra innviða á borð við flugvelli, vegi, orkuverkefni, spítala og fleira.

„Við höfum komið inn í verkefni með bæði fjármagn og reynslu og ég get með nokkurri vissu haldið því fram að orðspor okkar sé gott þegar kemur að rekstri fjölbreyttra innviða,“ segir Schulenburg. Þá er einnig fjallað um öryggismál og samskipti við ríkisstjórnina vegna sjónarmiða um þjóðaröryggi hér á landi.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka