Kynna áform um vindorkuver

Áformað er að reisa vindmyllugarða á Vesturlandi.
Áformað er að reisa vindmyllugarða á Vesturlandi. mbl.is/Árni Sæberg

Fulltrúar samstarfsverkefnisins Vestanáttar efna til kynningarfundar um áform í vindorku í Hljóðakletti í Borgarnesi í kvöld. Rætt verður um uppbyggingu grænnar raforku og orkutengdrar starfsemi á Vesturlandi.

Fram kemur í tilkynningu vegna fundarins að Vestanátt sé samstarfsverkefni fjögurra vindorkufyrirtækja - Qair, Hafþórsstaða, Zephyr og EM Orku - og Norðuráls um uppbyggingu grænnar raforku og orkutengdrar starfsemi á Vesturlandi.

„Hópurinn hefur að leiðarljósi að verðmætin, orkan og störfin sem verða til við virkjun vindorku á Vesturlandi, haldist og nýtist í nærsamfélaginu,“ segir í tilkynningunni.

Sett í alþjóðlegt samhengi

Á fundinum í kvöld mun Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, ræða alþjóðlega þróun í loftslags- og orkumálum,

Þá verður meðal annars rætt um skýrslu Deloitte um stöðu vindorku og möguleg áhrif uppbyggingar vindorku á Vesturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK