ON setur 600 milljóna króna götulýsingu á sölu

Þrettán stöðugildi sinna götulýsingarþjónustu ON og heildarfjöldi götuljósa í þjónustunni …
Þrettán stöðugildi sinna götulýsingarþjónustu ON og heildarfjöldi götuljósa í þjónustunni er um þrjátíu og sjö þúsund. mbl.is/Hákon

Orka náttúrunnar, ON, hefur auglýst götulýsingarþjónustu sína til sölu. Tekjur ON af þjónustunni árið 2021 námu 588,7 milljónum króna, sem nemur 2,61% af heildartekjum fyrirtækisins.

Í auglýsingunni kemur fram að götulýsing ON sé rekstrareining sem hefur þjónustað sveitarfélög, opinberar stofnanir og einkaaðila í áratugi. Þá segir að mörg af stærstu sveitarfélögum landsins treysti á þjónustu ON sem hafi umsjón með framkvæmd og viðhaldi götulýsingar. Sveitarfélögin sem ON þjónustar eru Reykjavík, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Akranes.

Morgunblaðið innti ON eftir því hvað fylgdi með í kaupunum. Í skriflegu svari segir að um sé að ræða framsal á samningum og eignum sem falli undir rekstrareininguna, þ.e. þjónustusamningar, verkfæri og birgðir, ásamt ráðningarsamningum starfsmanna eftir samningsatriðum. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 26. september. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka