Framkvæmdir við nýja austurálmu á Keflavíkurflugvelli eru langt komnar og er búið að klæða hluta byggingarinnar. Hún er kjallari og þrjár hæðir, alls 22 þús. fermetrar.
Jarðhæðin er nú lokuð til bráðabirgða en gert er ráð fyrir að hún verði klár eftir næsta sumar og þá verði töskufæriböndin tekin í notkun.
Heildarkostnaður við austurálmu er áætlaður 21 milljarður, þar af er framkvæmdakostnaður 18 milljarðar og kostnaður við burðarvirki og veðurkápu hússins 4,5 milljarðar.
Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag.