Tekist á um armslengd ráðherra og Bankasýslunnar

Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
Frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. mbl.is/Hákon

Hiti færðist í menn á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is í morg­un er rætt var um hina svo­kölluðu arms­lengd á milli Banka­sýslu rík­is­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. 

Gest­ir fund­ar­ins voru Jón Gunn­ar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins, Lár­us L. Blön­dal, stjórn­ar­formaður Banka­sýslu rík­is­ins, Óttar Páls­son, lögmaður hjá Logos, og Mar­en Al­berts­dótt­ir, lögmaður hjá Logos.

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins.
Eyj­ólf­ur Ármanns­son, þingmaður Flokks fólks­ins. mbl.is/​Há­kon

Eyj­ólf­ur Ármanns­son, þingmaður Flokks fólks­ins, spurði for­svars­menn Banka­sýsl­unn­ar nokkr­um sinn­um hver arms­lengd fjár­mála- og efna­hags­ráðherra var við sölumeðferðina á hlut rík­is­ins í Íslands­banka.

„Hann í raun og veru fel­ur okk­ur fram­kvæmd söl­unn­ar og síðan á tíma­bil­inu, á meðan sal­an stend­ur yfir, þá ósk­um við eft­ir því að full­trú­ar ráðuneyt­is­ins sætu ákveðna fundi þenn­an dag, en ráðherr­ann var auðvitað ekki stadd­ur þar, en síðan er það hans hlut­verk á end­an­um eft­ir að við höf­um fram­kvæmt söl­una að taka þessa ávörðun um loka­sölu­verð og út­hlut­un, og það er ná­kvæm­lega það sem gerðist,“ svaraði Lár­us.

Hann sagði að ráðherra hefði tekið ákvörðun um loka­sölu­gengið og magnið.

„Þannig að hann samþykkt 117 [krónu sölu­gengið]? Það er eng­inn arms­lengd í því,“ sagði Eyj­ólf­ur þá.

Lár­us sagði að Banka­sýsl­an hefði tekið ávörðun um leiðbein­andi sölu­verð.

Jón Gunn­ar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins, Lár­us L. Blön­dal, stjórn­ar­for­maður …
Jón Gunn­ar Jóns­son, for­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins, Lár­us L. Blön­dal, stjórn­ar­for­maður Banka­sýsl­un­ar og Óttar Páls­son, lögmaður hjá Logos. mbl.is/​Há­kon

Ekk­ert klúður

Eyj­ólf­ur sagði að ráðherra bæri ábyrgð á „klúðrinu sem Banka­sýsl­an er að fram­kvæma við söl­una, eins og kem­ur fram í skýrsl­unni“.

Jón and­mælti því að það hefði verið klúður við söl­una. Hann sagði það vera mjög skýrt í lög­um hver ábyrgðar­skil­in séu á milli ráðherra og Banka­sýslu rík­is­ins.

„Af því að þú ert að tala um arms­lengd­ina, þá geng­ur hún í grund­vall­ar­hlut­verki út á það að ráðherra sé ekki að hafa af­skipti af því hvernig Banka­sýsl­an beit­ir at­kvæði sínu á hluta­hafa­fund­um og svo fram­veg­is,“ sagði Jón.

Eyj­ólf­ur spurði þá af hverju Banka­sýsl­an hringdi í ráðherra til að ákveða sölu­verðið.

Jón svaraði og sagði að ráðherra bæri ábyrgð á sölu rík­is­eigna.

„Það er sjálfsagt að ráðherra sé upp­lýst­ur á öll­um tíma­punkt­um um fram­vindu sölu­ferl­is­ins. Hann tek­ur ákvörðun sam­kvæmt lög­um.“

Jón sagði að Banka­sýsl­an hefði ekki tekið neitt vald af ráðherra.

„Sam­kvæmt eðli máls­ins er Banka­sýsl­an fram­kvæmdaaðili, og við ber­um ábyrgð á fram­kvæmd útboðsins,“ sagði Jón og benti á að í bréfi til ráðherra hefði Banka­sýsl­an óskað eft­ir heim­ild hans til að ganga frá samn­ing­um og út­hluta í sam­ræmi við viðmið.

„Þannig að það var í einu og öllu farið að lög­um.“

Eini val­kost­ur­inn

Orri Páll Jó­hanns­son, þingmaður Vinstri grænna, spurði hvort Banka­sýsl­an myndi mæla aft­ur með þess­ari söluaðferð eft­ir þá gagn­rýni sem hef­ur komið fram.

„Í aðdrag­anda þessa útboðs þá var fjallað um ýms­ar söluaðferðir og það var gerð grein fyr­ir þeim og þess­ari söluaðferð sem síðan var val­in og hún var ekki galla­laus. Við gerðum grein fyr­ir því hvaða ann­mark­ar væru þar. Ég get sagt það að þetta er lang­vin­sæl­asta og al­geng­asta söluaðferðin í fram­halds­sölu á hluta­bréf­um í allri Evr­ópu og er mjög mikið notuð líka af rík­is­sjóðum,“ sagði Lár­us.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, og Orri Páll Jóhannsson, þingmaður Vinstri …
Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, formaður nefnd­ar­inn­ar, og Orri Páll Jó­hanns­son, þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/​Há­kon

„Í sjálfu sér snýst þetta ekki um að þessi aðferð sé ótæk eða eitt­hvað með þeim hætti. Hún hef­ur ákveðna kosti, mikla kosti. Hún til dæm­is gerði það að verk­um að við gát­um boðið þetta út á þess­um tíma­punkti,“ sagði Lár­us og bætti við að hann teldi að þetta hefði verið eini val­kost­ur­inn á þess­um tíma­punkti.

„En hins veg­ar ef menn ætla að taka ákvörðun um nýtt útboð. Þá munu menn auðvitað horfa til þess hvað er hægt að læra af þessu og hvaða gall­ar voru við þetta útboð og voru gall­arn­ir það stór­ir að við vilj­um ekki fara þessa leið,“ sagði hann.

Jón tók und­ir orð Lárus­ar og benti á að kost­ir fyr­ir­komu­lags­ins væru gríðarlega mikl­ir, „sér­stak­lega í ljósi þess að við telj­um með þessu að við náum hæsta verði og lág­mörk­um áhætt­una“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK