Tólf mánaða verðbólga hefur hækkað á ný og mælist nú 9,9%. Verðbólgan náði hámarki í júlí í fyrra, þá 9,9%, hún lækkaði lítillega með haustinu en hækkaði á ný í desember.
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85% á milli mánaða í janúar og 0,88% án húsnæðisliðsins. Verð á mat- og dryggkjarvörum hækkaði um 2% í janúar en samkvæmt gögnum Hagstofunnar skýrist það að mestu að 4,4% hækkun á mjólk, eggjum og ostum.
Þá hækkaði áfengi og tóbak um 5,5%, sem er mestu til komið vegna hækkana af hálfu ríkisins. Loks hækkaði hitaveita um 6% og nýir bílar um 9,8%.
Verð á fötum og skóm lækkaði um 8,5% í janúar, sem skýrist af vetrarútsölum. Þá lækkuðu húsgögn og heimilisbúnaður um 4,4%, raftæki um 6,2% og loks lækkuðu flugfargjöld til útlanda um 9,4%.