Margar hugmyndir um hvernig hemja megi vindinn í Keflavík

Margar hugmyndir, og misgóðar, hafa verið lagðar fram til þess að skapa skjól fyrir farþegaflugvélar í Keflavík. Umræðan hefur tekið flugið eftir að fólk sat fast í vélum á jörðu niðri í 11 klst. fyrr á þessu ári.

Þetta segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.

„Eitt af því sem er hugsað fyrir til framtíðar er að vestan við flugstöðina er svæði sem hugsað er til framtíðaruppbyggingar á flugskýlum. Og í þeirri, frumfrum hönnun er gert ráð fyrir því að flugskýlið snúi þannig að hægt sé að nota hurðarnar á skýlunum í ríkjandi vindátt.“

En þá vakni spurningar um hvort skynsamlegt sé að draga flugvélar í miklum vindi.

„Þetta er allt spurningar um að setja áhættu á innviðina. Tryggingafélögin setja allskonar takmarkanir á það hvernig við hegðum okkur í svona vindi. Nú tengibyggingin sem við erum að fara að reisa og verður tilbúin 2028 verður miklu hærri en þær sem við höfum reist til þessa [...] hún sem slík gæti í einhverjum tilvikum skapað skjól til þess að koma fólki út úr vélunum.“

Viðtalið við Sveinbjörn má sjá í heild sinni hér:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK