Fagna 50 árum og endalokum stórtölvunnar

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir félagið stefna að því …
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir félagið stefna að því að reka fjármálainnviði á skilvirkan hátt, auk þess að þróa áfram nýjar lausnir sem geti skapað Íslandi sérstöðu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reiknistofa bankanna (RB) fagnaði hálfrar aldar afmæli á dögunum en óhætt er að segja að fyrirtækið hafi verið hjartað í íslensku fjármálakerfi frá því að það var stofnað 23. mars 1973. RB, sem er í eigu íslenskra banka og Seðlabanka Íslands, rekur grunnkerfi á íslenskum fjármálamarkaði.

Það eru innlána- og greiðslukerfi og kröfupotturinn sem dæmi, ásamt seðlaveri. Hálfrar aldar afmælið eru ekki einu tímamótin sem RB stendur á nú um mundir, en á dögunum dró til tíðinda þegar slökkt var á svokallaðri stórtölvu og hún þannig útleidd, en stórtölvan hefur fylgt íslensku fjármálakerfi allt frá því samningur var undirritaður um fyrstu IBM-tölvu RB árið 1974.

„Þegar RB var stofnað árið 1973 var aðalverkefnið að kaupa stóra sameiginlega tölvu fyrir íslensku bankana. Tölvan var kölluð rafreiknir á þeim tíma og þótti mjög flott,“ segir Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri RB og hlær þegar hún rifjar upp sögu fyrirtækisins.

Lestu ítarlegt samtal við Ragnhildi í ViðskiptaMogganum í gær.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka