Orð Bjarna að engu orðin

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar. Samsett mynd

Al­var­leg brot voru fram­in við sölu rík­is­ins á eign­ar­hlut í Íslands­banka og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, ber ábyrgð á þeim.

Þetta seg­ir Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­kona Viðreisn­ar, innt eft­ir viðbrögðum við skýrslu fjár­mála­eft­ir­lits Seðlabanka Íslands um sam­komu­lag við Íslands­banka um að bank­inn greiði 1,2 millj­arða króna í sekt vegna fram­kvæmd­ar á útboði á 22,5% eign­ar­hlut rík­is­ins í bank­an­um í mars í fyrra.

Spurn­ing hvað sam­starfs­flokk­ar gera

„Það sem blas­ir við er að hér er um mjög al­var­leg brot að ræða. Sekt­in er rök­studd með því að það sé þessi mikli al­var­leiki máls­ins, fjöldi brota og um­fang sem skili svona hárri sekt,“ seg­ir Þor­björg Sig­ríður og bæt­ir við að það sé aug­ljóst að fram­kvæmd­in á söl­unni hafi farið gegn lög­um.

Hún bend­ir á viðtal við Bjarna Bene­dikts­son í Kast­ljósi 14. nóv­em­ber síðastliðnum þar sem hann ræddi um að póli­tísk ábyrgð hans á söl­unni fæl­ist í því að standa vel að sölu rík­is­eigna og að laga­lega beri hann ábyrgð á fram­kvæmd banka­söl­unn­ar.

„Þá sagði hann í því sam­hengi að ekk­ert í skýrslu rík­is­end­ur­skoðunar sýndi fram á að lög hefðu verið brot­in og við heyrðum for­sæt­is­ráðherra end­ur­flytja þá möntru fjár­málaráðherr­ans aft­ur og aft­ur,“ seg­ir Þor­björg Sig­ríður.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Orð fjár­málaráðherra um vel heppnaða sölu eru með þessu að engu orðin. Orð fjár­málaráðherra um að ekk­ert bendi til þess að lög hafi verið brot­in eru sömu­leiðis að engu orðin. Spurn­ing­in snýst ekki leng­ur um hvort lög voru brot­in og held­ur ekki um hvort fjár­málaráðherra beri á end­an­um ábyrgð á þess­um lög­brot­um, það hef­ur hann meira að segja sjálf­ur sagt,“ held­ur hún áfram og seg­ir spurn­ing­una núna snú­ast um hvernig sam­starfs­flokk­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins ætli að bregðast við „þess­um mjög svo al­var­legu lög­brot­um við sölu á eign­um rík­is­ins“ sem hafi bitnað á hags­mun­um al­menn­ings.

Þarf að hætta að vera í fel­um 

Hvað ætti fjár­mála- og efna­hags­ráðherra að gera núna?

„Fjár­málaráðherra þarf að byrja á því að hætta að vera fel­um. Stíga fram og tjá sig,“ svar­ar Þor­björg Sig­ríður og bæt­ir við að Bjarni sé sjálf­ur í afar vand­ræðal­egri stöðu, enda í skoðun hjá umboðsmanni Alþing­is vegna hags­muna­árekstra. Hags­muna­árekstr­ar séu ein­mitt vörumerki söl­unn­ar.

„Það er morg­un­ljóst í mín­um huga að hér voru fram­in al­var­leg lög­brot sem fjár­málaráðherra ber ábyrgð á. Hann hlýt­ur að þurfa að út­skýra það fyr­ir þjóðinni hvernig hann ætl­ar að axla þá ábyrgð.“

Ekki hef­ur náðst í Bjarna vegna máls­ins frá því að Íslands­banki sendi frá sér til­kynn­ing­una um sam­komu­lagið við fjár­mála­eft­ir­litið á fimmtu­dag­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK