Á fimmtudag og föstudag styrktist gengi krónunnar gagnvart evru um nærri 2% og virðist mega skýra hækkunina að stórum hluta með sölu lækningavörufyrirtækisins Kerecis.
Var krónan tekin að styrkjast áður en greint var opinberlega frá sölunni og bendir það til að orðrómur hafi verið kominn á kreik á gjaldeyrismarkaði.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir styrkingu krónunnar endurspegla þær væntingar markaðarins að innflæði erlends gjaldeyris aukist vegna sölunnar. Svipuð þróun hafi sést áður þegar von hafi verið á stórum hlutabréfaviðskiptum eða beinum kaupum erlendra aðila á íslenskum fyrirtækjum.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.