Lífeyrissjóðnum Lífsverk barst tilboð í hlut sinn í lækningavörurfyrirtækinu Kerecis í apríl síðastliðnum og seldi hlutinn í kjölfarið. Við sölu bréfanna rúmlega fjórfaldaði sjóðurinn fjárfestingu sína í Kerecis.
Þetta segir Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri Lífsverks, í skriflegu svari til ViðskiptaMoggans. Hann segir Lífsverk hafa staðið vel við félagið, einn örfárra íslenskra lífeyrissjóða. Sjóðurinn fjárfesti fyrir um 175 milljónir króna að nafnvirði, fyrst árið 2019 og bætti lítillega við hlut sinn 2020.
Síðastliðinn föstudag var tilkynnt um sölu Kerecis til alþjóðlega fyrirtækisins Coloplast. Kaupverðið er um 180 milljarðar króna og hefur þannig tvöfaldast á einu ári ef tekið er mið af hlutafjáraukningu félagsins í fyrra.
Þrátt fyrir að Lífsverk hafi að eigin sögn fjórfaldað ávöxtun sína má ætla að salan á bréfunum í apríl hafi, í ljósi sölunnar á Kerecis nú, kostað sjóðinn um 800 milljónir króna.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.