Bjarni: Til greina kemur að selja Landsbankann og Íslandspóst

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Eggert Jóhannesson

Enn ligg­ur ekki fyr­ir hvaða ráðstaf­an­ir verða gerðar þegar Banka­sýsla rík­is­ins verður lögð niður. Það er þó enn stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar að leggja stofn­un­ina niður. Það staðfest­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í viðtali í nýj­asta hlaðvarpsþætti Þjóðmála.

Bjarni seg­ir að enn eigi eft­ir að ákveða hvað taki við. Aðspurður um það hvað hann hafi í hyggju seg­ist Bjarni vera með frum­varp í und­ir­bún­ingi sem rík­is­stjórn­in hafi þó ekki sam­mælst um ennþá.

„Það frum­varp geng­ur út á það að hætta að vera með sér­staka stofn­un um eign­ar­hlut [rík­is­ins] í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og vera frek­ar með eina eign­ar­sýslu fyr­ir hluta­bréf­in sem ríkið ætl­ar að vera með hjá sér,“ seg­ir Bjarni. Þar mynd­ir eign­ar­hlut­ir rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, Isa­via, Lands­virkj­un, Ísland­s­póst og fleiri fyr­ir­tækj­um falla und­ir. Bjarni seg­ir þó að sú stofn­un þurfi ekki endi­lega að sjá um frek­ar sölu á hlut rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, enda sér­stök lög um það í gildi.

Ríkið gæti selt meiri­hluta í Lands­bank­an­um

Aðspurður seg­ir hann að það sé enn stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar að selja hlut sinn í Íslands­banka, en ríkið á enn 42,5% hlut í bank­an­um.

„Ég held að það sé ágæt­is sam­hljóm­ur um að sú sala sem er eft­ir ætti að fara fram í al­mennu útboði,“ seg­ir Bjarni.

Bjarni er einnig spurður um af­stöðu sína til þess að selja hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um, sem ríkið á nær að fullu.

„Ég er þeirr­ar skoðunar að ríkið eigi að selja eign­ar­hluti sína, ekki bara í Lands­bank­an­um,“ seg­ir Bjarni. Hann seg­ir þó að hann telji rétt að ríkið haldi aft­ur um 40% hlut í bank­an­um til að tryggja , í ljósi þess að Ísland búi við frjálst flæði viðskipta og fjár­magns, að einn kerf­is­lega mik­il­væg­ur banki sé ís­lensk­ur og með höfuðstöðvar á Íslandi.

„Við vær­um kom­in með 80% af ávinn­ingn­um með því að losa um meiri­hlut­ann í Lands­bank­an­um, fá þá fjár­muni inn til annarra verk­efna og vær­um búin að selja hlut okk­ar í Íslands­banka,“ seg­ir Bjarni.

Póstþjón­usta þurfi ekki að vera rík­is­rek­in

Hann seg­ist líka vera þeirr­ar skoðunar að ríkið ætti að selja önn­ur fyr­ir­tæki og nefn­ir sér­stak­lega Ísland­s­póst í því sam­hengi.

„Þar eig­um við bara að skil­greina þá þjón­ustu sem við telj­um mik­il­vægt að veita og setja kvaðir á þann sem fær greitt fyr­ir þá þjón­ustu. Við þurf­um ekki að vera með rík­is­rekst­ur í þess­ari starf­semi,“ seg­ir Bjarni. Hann seg­ir jafn­framt að hægt væri að bjóða út alþjón­ustu­byrði fé­lags­ins.

„Þetta væri til dæm­is hægt að gera með því að vera með nokk­urra ára alþjón­ustu­samn­ing við Ísland­s­póst. Um leið og slík­ur samn­ing­ur hef­ur verið end­ur­nýjaður er hægt að selja fyr­ir­tækið. Þá ligg­ur það bara fyr­ir að inn­an fárra ára fell­ur samn­ing­ur­inn niður og þá verður það fyr­ir­tæki að taka þátt á móti öðrum sem mögu­lega vilja berj­ast um þá alþjón­ustu,“ seg­ir Bjarni.

Er­lend­ir aðilar gætu nýst Isa­via vel

Þá nefn­ir Bjarni einnig Isa­via í þessu sam­hengi. Hann seg­ir að ríkið gæti selt hluta af fé­lag­inu en haldið eft­ir meiri­hluta. Með því væri hægt að losa um 50-70 millj­arða króna til að nýta í önn­ur verk­efni en um leið fengið alþjóðlega sam­starfsaðila inn í rekst­ur flug­stöðvar­inn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli og þekk­ing­una til að auka verðmæti flug­vall­ar­ins.

Í hlaðvarpsþætt­in­um er einnig rætt við Bjarna um sam­starfið í rík­is­stjórn­inni og það hvort að sam­starfið hangi á bláþræði, um mál­efni hæl­is­leit­enda, helstu áskor­an­irn­ar sem eru framund­an á vett­vangi stjórn­mál­ann, um rík­is­fjár­mál­in og það hvort að til greina komi að lækka skatta og margt fleira.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK