Varanlegur blettur á orðsporinu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Eggert Jóhannesson

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, 2. varaforseti Alþýðusambands Íslands, ASÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að sú ákvörðun ASÍ, að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, hefði verið tekin óháð því hvernig bankinn hygðist axla ábyrgð á brotum sínum við sölumeðferð á hlut ríkisins í bankanum. Nú hafa Neytendasamtökin, ASÍ og VR öll hætt viðskiptum við Íslandsbanka.

Ákvörðun ASÍ var tekin á miðstjórnarfundi sl. fimmtudag. Að sögn Hjördísar var ákvörðunin ekki tekin í samráði við VR, sem tilkynnti á föstudagsmorgun að félagið hefði slitið viðskiptum sínum við Íslandsbanka.

„Þessi ákvörðun var algjörlega óháð ákvörðun VR. Það kom reyndar fram að þeir ætluðu að fjalla um málið um kvöldið, en ákvörðun þeirra lá ekki fyrir á miðstjórnarfundinum.“

Úrbætur ekki haft áhrif

Hjördís segir að hverjar sem aðgerðir Íslandsbanka til að bæta fyrir brot sín kynnu að verða að þá hefðu þær ekki haft áhrif á ákvörðun ASÍ. „Er nokkuð hægt að bæta fyrir svona brot? Ég er mjög efins um það. Þarna erum við að tala um eigur almennings í landinu sem er verið að selja til valinna aðila á undirverði.“

Í hennar huga séu brot bankans varanlegur blettur á orðspori Íslandsbanka og henni sé til efs að fyrir þau sé hægt að bæta.

Bankastjóri Íslandsbanka, Jón Guðni Ómarsson, segir miður að ASÍ, VR og Neytendasamtökin hafi ákveðið að hætta í viðskiptum við bankann. Það sé skýr vilji hjá bankanum að axla ábyrgð og segir mikilvægt að hafa í huga að miklar breytingar hafi verið gerðar á stjórn bankans nýverið. Hann segir úrbótavinnu vera vel á veg komna og að hún hafi verið unnin með erlendum ráðgjöfum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK