„Ég tók sem sagt Lín-lánið mitt og fjárfesti í birgðum og opnaði netverslun,“ segir athafnamaðurinn Arnar Freyr Magnússon. Fyrirtækið Wodbúð.is hefur síðan dafnað vel og þjónustar Cross-fit markaðinn. Nú hefur hann keypt annað fyrirtæki í félagi við gamlan skólafélaga sinn, Steinar Þór Ólafsson en þeir eru gestir Dagmála í dag.
Í myndskeiðinu fer hann yfir þessi fyrstu skref sín í fyrirtækjarekstri en Dagmál eru aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins í heild sinni bæði í mynd og sem hlaðvarp.