Mikilvægt að fólk ræði við bankann sinn

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri á fundinum í …
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er mjög mikilvægt að tala við bankann sinn eða lánveitandann og fara yfir það hvaða möguleikar eru fyrir hendi varðandi greiðslubyrði. En vonandi verður þetta tímabil ekki langt,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um valkosti fólks sem horfir upp á enn aukna greiðslubyrði eftir að 0,5% hækkun stýrivaxta var kynnt á fundi peningastefnunefndar í dag.

Í samtali við mbl.is segir Ásgeir ákvörðunina ekki léttbæra en bendir á að vextir bankanna hafi hækkað og nú sé sá möguleiki til staðar að fá jákvæða raunávöxtun á sparifé.

Sársaukafull peningastefna

Engu að síður geri hann sér grein fyrir því að ekki séu allir í þeirri stöðu að geta lagt fyrir. 

„Peningastefnan er sársaukafull. Auðvitað hefði maður viljað sjá það í litlu kerfi að við gætum unnið betur saman til að stuðla að jafnvægi. Ef það gengur ekki þá lendir það á okkur að bregðast við,“ segir Ásgeir.

Hann segir að því miður sé staðan sú að peningastefnunefnd hefur þurft að gera mikið. Stutt sé í næstu vaxtaákvörðun og telur hann áhugavert að sjá hvernig markaðurinn muni bregðast við með tilliti til verðbólguþróunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK