Tveimur dúfum skipt út fyrir hauka

Stundum er talað um vaxtahauka þegar vísað er til þeirra sem beita vilja stýrivöxtum af alefli við að hafa hemil á hagkerfum heimsins. Þeir sem vilja fara varlegar í sakirnar eru þá gjarnan nefndir dúfur.

Konráð Guðjónsson, aðalhagfræðingur Arion banka telur ákveðin teikn á lofti um að peningastefnunefnd Seðlabankans sé nú að meirihluta til skipuð haukum en ekki dúfum. Þar kunni að hafa orðið breyting á með tvennum mannabreytingum á vettvangi nefndarinnar á síðustu misserum.

„Mig grunar að með tilkomu tveggja nýrra nefndarmanna séum við með aðeins herskárri peningastefnunefnd en áður. Og það er oft talað um eins og í peningastefnu Bandaríkjanna að það er talað um dúfur og hauka. Dúfurnar vilja fara varlega og ekki hækka vextina of mikið meðan haukarnir vilja keyra áfram. Svo er fólk þarna einhversstaðar á milli flokka. Það er ekki endilega gott að vera í öðrum hvorum flokknum heldur er þetta smá mismunandi hugmyndafræði. Ég segi þetta því við fengum þær upplýsingar um það í fundargerðinni fyrir febrúar þá vildi Herdís, tiltölulega nýskipaður meðlimur, hækka vextina meira en lagt var til og svo var mjög athyglisverð grein sem Ásgerður, sem kom inn í nefndina núna í febrúar, skrifaði í Vísbendingu þar sem rauði þráðurinn var mjög í anda þess sem aðalhagfræðingur Seðlabankans hefði skrifað eða hagfræðideild bankans. Sem ég myndi klárlega flokka haukamegin,“ segir Konráð.

Viðtalið við Konráð má sjá og heyra hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK