Andri til Orkusölunnar

Andri Teitsson.
Andri Teitsson. Ljósmynd/Aðsend

Andri Teitsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og framtíðar hjá Orkusölunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir að Andri muni leiða vinnu Orkusölunnar við greiningu og þróun nýrra viðskiptatækifæra og einnig vinnu við þróunarverkefni á sviði orkuöflunar og orkunýtingar. Andri mun hefja störf á allra næstu dögum. 

Orkusalan rekur sex vatnsaflsvirkjanir á Íslandi, þar á meðal Lagarfossvirkjun, Skeiðsfossvirkjun og Rjúkandavirkjun. Félagið selur raforku til heimila, fyrirtækja og stofnana um allt land á samkeppnismarkaði. Orkusalan er dótturfélag Rarik, sem er í eigu Íslenska ríkisins. 

Andri hefur undanfarin fjórtán ár starfað sem framkvæmdastjóri Fallorku á Akureyri. Siðastliðin fimm ár hefur hann jafnframt verið bæjarfulltrúi fyrir L-listann á Akureyri. Áður hefur Andri meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Þróunarfélags Íslands og KEA og þar áður var hann forstöðumaður hjá Íslandsbanka. Andri lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MS-prófi í iðnaðarverkfræði frá Stanford-háskóla í Kaliforníu. Andri hefur víðtæka reynslu af íslensku atvinnulífi og hefur meðal annars setið í stjórnum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Marel og Norðlenska matborðsins, segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK