Flugfélagið Play hefur ráðið Emilio Chacon Monsant sem yfirmann hliðartekna. Emilio er með yfirgripsmikla reynslu úr flugbransanum. Hann gengur til liðs við PLAY frá flugfélaginu Wizz Air. Áður var hann yfirmaður hliðartekna hjá flugfélaginu Ryanair en hefur einnig starfað hjá Vueling, Avianca og Aero Mexico, að því er segir í tilkynningu.
Þá segir, að hliðartekjur hafi verið í örum vexti hjá flugfélaginu Play undanfarin misseri og sé ráðning Emilio mikilvægt skref í átt að því að auka þær enn frekar. Hlutverk Emilio verði að samþætta áherslur á milli sviða innan flugfélagsins í því ljósi að setja flugfélagið í enn betri stöðu til nýta þau tækifæri sem eru fyrir hendi sem og að skapa ný.