Fá rafbíl endurgreiddan vegna of lítillar drægni

Frá norskum þjóðvegi. Bíllinn var auglýstur með 450 kílómetra drægni …
Frá norskum þjóðvegi. Bíllinn var auglýstur með 450 kílómetra drægni en dreif ekki 312 kílómetra. Ljósmynd/Norska vegagerðin

Norskt par hefur fengið keyptan rafbíl endurgreiddan vegna þess að drægni hans reyndist ekki eins mikil og auglýst hafði verið.

Haustið 2021 keypti par í Raumaríki, í Akurshúsfylki í Suðaustur-Noregi, nýjan bíl af gerðinni Xpeng G3 fyrir 359 þúsund norskar krónur, eða um 4,4 milljónir íslenskra króna.

160 km drægni í frosti

„Mikilvægasta skilyrðið var að hægt væri að geta keyrt hann frá Lørenskog [í Akurshúsfylki] til Stavern [í Vestfoldfylki],“ segir parið við norska miðilinn Motor

Sú vegalengd er 312 kílómetrar en bíllinn, sem var auglýstur með 450 kílómetra drægni samkvæmt WLTP-staðli, drífur ekki svo langt.

Í frosti hefur drægnin jafnvel verið aðeins 160 kílómetrar.

Fór til úrskurðarnefndar

Stuttu eftir kaupin komst parið að þeirri niðurstöðu að bíllinn var ekki eins og það bjóst við. Þau kvörtuðu en fengu litla hjálp frá seljandanum.

Þannig rataði málið til úrskurðarnefndar neytendamála þar í landi, sem hefur nú ákveðið að parið skuli fá bílinn endurgreiddan að fullu, fyrir utan frádrátt vegna þeirra nota sem það hafði þegar haft af bifreiðinni.

Kínverskir rafbílaframleiðendur hafa síðustu ár reynt strandhögg á norskum markaði, en einna helst eru framleiðendurnir BYD, NIO, Honggi, Xpeng, Seres og Dong­feng.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK