Kína tekur stóran bita af eplinu

Hlutabréf í Apple hafa lækkað í verði um 6% á …
Hlutabréf í Apple hafa lækkað í verði um 6% á seinustu dögum. AFP/Nicholas Kamm

Opinberum starfsmönnum í Kína hefur verið bannað að nota síma frá Apple og í kjölfar þess hefur hlutabréfaverð tæknirisans fallið. 

Breska ríkisútvarpið segir að hlutabréfaverð Apple hafi fallið um 6% á síðustu dögum, sem jafngildir um 27 þúsund milljörðum kr.

Kína er þriðji stærsti markaður Apple og um 18% af ársveltu fyrirtækisins í fyrra kom frá Kína. Þar eru einnig langflest tæki þeirra framleidd.

Bandaríska tímaritið Wall Street Journal greindi frá því í vikunni að yfirvöld í Peking hafi skipað öllum ríkisstarfsmönum að taka ekki iPhone síma í vinnuna eða nota hann í vinnunnu.

Næsta dag greindi miðillinn Bloomberg frá því að bannið gæti hugsanlega gilt einnig yfir starfsmenn hjá fyrirtækjum í ríkiseigum eða stofnanir sem eru fjármagnaðar af kínversku ríkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK