Spá því að stýrivextir hækki um 0,5%

Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík. Ljósmynd/Christopher Lund

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku, úr 9,25% í 9,75%. Ef sú spá rætist væri það fimmtánda stýrivaxtahækkunin í röð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá hagfræðideildinni, sem spáir því einnig að 0,25 stiga hækkun verði einnig tekin til umræðu.

Peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákövðrun á miðvikudag, þann 4. október. Seinast hækkaði nefndin vexti um 0,5 prósentustig en þá höfðu margir spáð hækkun um 0,25 stig.

Verðbólgan í átta prósentum

Tólf mánaða verðbólga mæld­ist í gær 8%. Vísi­tala neyslu­verðs, miðuð við verðlag í sept­em­ber 2023, er 599,9 stig og hefur því hækkaði um 0,35% milli mánaða.

Þá hafði hagfræðideild landsbankans spáð því að verðbólga myndi aðeins mælast 7,7%.

Seinast þegar peningastefnunefnd kom saman var nýjasta verðbólgumælingin fyrir júlímánuð, 7,6% verðbólga.

Ekki óhugsandi að nefndin taki lítið skref

„Í stuttu máli er verðbólgan nú 0,4 prósentustigum hærri, verðbólguvæntingar virðast hafa versnað og þrátt fyrir að verulega hafi hægt á vexti einkaneyslu mældist hagvöxtur 4,5% á öðrum ársfjórðungi,“ segir í tilkynningu frá hagfræðideildinni.

„Í ljósi aukinnar verðbólgu og vísbendinga um að markaðir hafi litla trú á að verðstöðugleiki sé í sjónmáli teljum við að nefndin ákveði, í fimmtánda sinn í röð, að hækka vexti. Það má færa rök fyrir 0,25% hækkun, og ekki óhugsandi að nefndin taki lítið skref í þetta sinn og bíði átekta. Það væri hins vegar í betra samræmi við ákvarðanir nefndarinnar síðustu mánuði að stíga fast til jarðar og hækka vexti um 0,5 prósentur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK