Kaupa tvö upplýsingatæknifyrirtæki og sameina

Kaupendur og hluti starfamanna Prógramm (efri mynd) og Andes (neðri …
Kaupendur og hluti starfamanna Prógramm (efri mynd) og Andes (neðri mynd). Samsett mynd

Framtakssjóðurinn Leitar I og Leitarsjóðurinn Seek ehf., sem er í eigu Hlöðvers Þórs Árnasonar, hafa fest kaup á tveimur íslenskum upplýsingatæknifyrirtækjum með það fyrir augum að sameina fyrirtækin til að byggja upp upplýsingatækniþjónustu á breiðari grunni.

Um er að ræða fyrirtækin Andes ehf. og Prógramm ehf. Andes var stofnað árið 2019 og sérhæfir sig í skýjaþjónustu og er viðurkenndur samstarfsaðili AWS. Starfsmenn þess eru 17 í dag, en auk þess að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að setja upp upplýsingatæknirekstur í skýinu, þá leggur fyrirtækið áherslu á sjálfvirknivæðingu á hugbúnaðarþróunarferlum. Hefur fyrirtækið meðal annars komið að því að reka og þróa innviði stafræns Íslands.

Prógramm var stofnað árið 2007, en þar starfa 35 manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í flóknum hugbúnaði fyrir stofnanir og fyrirtæki.

Í tilkynningunni kemur fram að seljendur séu stofnendur og lykilstarfsmenn fyrirtækjanna, en meirihluti þeirra mun áfram starfa með nýjum eigendum. Mun Hlöðver Þór, eigandi Seek, taka við framkvæmdastjórn þeirra beggja.

Leitar I er framtakssjóður í stýringu Leitar Capital Partners ehf. sem er rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Leitar Capital Partners var stofnað á síðasta ári af Birgi Erni Birgissyni, Einari Þór Steindórssyni og Íslenskri fjárfestingu, fjárfestingarfélagi Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar. Félagið lauk fjármögnun Leitar I undir lok síðasta árs en að Leitar I koma 17 einkafjárfestar auk Arion banka og VÍS.

Hlöðver Þór Árnason hóf leit í mars á þessu ári þegar hann stofnaði leitarsjóðinn Seek í samstarfi við Leitar Capital Partners sem fjármagnaði og studdi leit Hlöðvers. Hlöðver starfaði áður sem forstöðumaður upplýsingatækni hjá Kviku banka. Hlöðver hefur tekið virkan þátt í nýsköpun og er einn stofnenda Parka og var áður tæknistjóri hjá Já hf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK