Sjóvá hagnast um 1,7 milljarða

Hermann Björnsson er forstjóri Sjóvár.
Hermann Björnsson er forstjóri Sjóvár. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi var ríflega 1,7 milljarðar króna og það sem af er ári er hagnaður félagsins 2,3 milljarðar króna, samkvæmt fréttatilkynningu frá Sjóvá.

Hagnaður fyrir skatta var á eftirfarandi rekstareiningum innan félagsins: af vátryggingasamningum 578 milljónir króna og af fjárfestingarstarfsemi rúmlega 1,3 milljarðar króna. Hagnaður tímabilsins var því 1.738 milljónir króna.

Hermann Björnsson forstjóri segir í tilkynningunni að grunnrekstur félagsins sé að skila virkilega sterkri niðurstöðu í krefjandi umhverfi. Tekjur af vátryggingarsamningum jukust um 9,5% frá sama ársfjórðungi í fyrra og vöxtur var bæði á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Góðan vöxt megi rekja til mikils metnaðar í þjónustu, þéttriðnu útibúaneti ásamt góðum stafrænum lausnum sem efli þjónustustig enn frekar.

Afkoma af fjárfestingarstarfsemi fyrir fjármagnsliði og skatta á þriðja ársfjórðungi skýrist að mestu leyti af söluhagnaði á eignarhlut Sjóvár í Kerecis sem nam 1.260 milljónum króna, segir enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK