Orka náttúrunnar hefur ráðið Tinnu Jóhannsdóttur í starf markaðsstýru fyrirtækisins og hefur hún þegar hafið störf. Tinna mun einnig taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Tinna gegndi starfi framkvæmdastjóra Skógarbaðanna í Eyjafirði þar til fyrr á þessu ári, en á árunum 2017-2022 var hún forstöðumaður markaðsmála hjá Reginn hf. og Smáralind. Áður hafði hún gegnt hlutverki markaðsstjóra hjá Brimborg og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.