Lækka áfengisgjald á minni aðila á næsta ári

Bjórframleiðsla hófst í Ölvisholti árið 2007 og er það eitt …
Bjórframleiðsla hófst í Ölvisholti árið 2007 og er það eitt af fyrstu handverksbrugghúsum landsins. Brugghúsið er staðsett á uppgerðum sveitabæ rétt fyrir utan Selfoss og framleiðir m.a. bjórana Skjálfta, Skaða, Sleipni, Lava og Móra. mbl.is/Helgi Bjarnason

Til stend­ur að lækka áfeng­is­gjald um 50% á minni brugg­hús á næsta ári.

Þetta kem­ur fram í til­lögu sem Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hef­ur lagt fram við breyt­ingu á fjár­lög­um næsta árs.

Til­lag­an er lögð fram ásamt mörg­um öðrum í svo­nefnd­um bandormi, þar sem gerðar eru breyt­ing­ar á ýms­um lög­um, í þessu til­viki lög­um um gjald af áfengi og tób­aki, sam­hliða fjár­lög­um. Bandorm­ur­inn fel­ur einnig í sér aðrar breyt­ing­ar á skött­um og gjöld­um.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra.
Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra. mbl.is/​Há­kon

Til­lag­an um heim­ild til að lækka áfeng­is­gjald á minni brugg­hús hef­ur verið samþykkt í þing­flokk­um stjórn­ar­flokk­anna þriggja.

Nokkuð hef­ur verið fjallað um stöðu brugg­húsa eft­ir að þeim var heim­ilt að selja vör­ur sín­ar beint til viðskipta­vina á fram­leiðslu­stað. Eft­ir stend­ur þó að brugg­hús­in hafa ójafn­an aðgang að hilluplássi í versl­un­um Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins. Það má því segja að þau sæti ákvörðun rík­is­fyr­ir­tæk­is í ein­ok­un­ar­stöðu, en brugg­hús­un­um er ekki heim­ilt að selja vör­ur sín­ar beint í inn­lend­um net­versl­un­um enn sem komið er.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka