Lækka áfengisgjald á minni aðila á næsta ári

Bjórframleiðsla hófst í Ölvisholti árið 2007 og er það eitt …
Bjórframleiðsla hófst í Ölvisholti árið 2007 og er það eitt af fyrstu handverksbrugghúsum landsins. Brugghúsið er staðsett á uppgerðum sveitabæ rétt fyrir utan Selfoss og framleiðir m.a. bjórana Skjálfta, Skaða, Sleipni, Lava og Móra. mbl.is/Helgi Bjarnason

Til stendur að lækka áfengisgjald um 50% á minni brugghús á næsta ári.

Þetta kemur fram í tillögu sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram við breytingu á fjárlögum næsta árs.

Tillagan er lögð fram ásamt mörgum öðrum í svonefndum bandormi, þar sem gerðar eru breytingar á ýmsum lögum, í þessu tilviki lögum um gjald af áfengi og tóbaki, samhliða fjárlögum. Bandormurinn felur einnig í sér aðrar breytingar á sköttum og gjöldum.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Hákon

Tillagan um heimild til að lækka áfengisgjald á minni brugghús hefur verið samþykkt í þingflokkum stjórnarflokkanna þriggja.

Nokkuð hefur verið fjallað um stöðu brugghúsa eftir að þeim var heimilt að selja vörur sínar beint til viðskiptavina á framleiðslustað. Eftir stendur þó að brugghúsin hafa ójafnan aðgang að hilluplássi í verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Það má því segja að þau sæti ákvörðun ríkisfyrirtækis í einokunarstöðu, en brugghúsunum er ekki heimilt að selja vörur sínar beint í innlendum netverslunum enn sem komið er.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka