Hægir á orkuskiptum

Varðandi bílaleigur segist Jón Trausti engar forsendur sjá fyrir að …
Varðandi bílaleigur segist Jón Trausti engar forsendur sjá fyrir að þær muni koma sterkar inn í rafbílakaup næsta árs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Trausti Ólafsson, forstjóri bílaumboðsins Öskju, segir að verið sé að hægja á orkuskiptum samgangna með niðurfellingu virðisaukaskattsívilnunar á rafbíla um áramótin.

„Það liggur fyrir og kemur mér mjög á óvart. Kemur líka mjög á óvart að stjórnvöld ætli að skattleggja rafbíla meira en dísil- og bensínbíla sem uppfylla sömu þarfir.“

Varðandi bílaleigur segist Jón Trausti engar forsendur sjá fyrir að þær muni koma sterkar inn í rafbílakaup næsta árs. „Bílarnir eru einfaldlega of dýrir og henta ekki í bílaleigustarfsemi enn sem komið er,“ segir Jón Trausti.

Meira í ViðskiptaMogganum sem fylgir Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK