Tuttugu vörumerki eru tilnefnd sem vörumerki ársins 2023 hjá vörumerkjastofunni Brandr. Þetta er í fjórða skiptið sem valið fer fram. Tilkynnt verður um vinningshafa 8. febrúar næstkomandi.
Tilnefnd á fyrirtækjamarkaði í ár eru Advania, Digido, Dropp, Kerecis og Kvika. Á einstaklingsmarkaði með fleira starfsfólk en 50 fengu tilnefningu 66°Norður, Bláa Lónið, Bónus, Krónan og Play. Á einstaklingsmarkaði með 49 starfsmenn eða færri eru tilnefnd Atlantsolía, Blush, Hopp, Hvammsvík og Jómfrúin. Í flokknum alþjóðleg vörumerki á Íslandi fengu tilnefningu Domino’s, ELKO, IKEA, Toyota og Vodafone.
Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Brandr, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að mikill áhugi hafi verið á þátttöku meðal fyrirtækja og valnefndarfulltrúa.
„Það er mikil vakning í atvinnulífinu fyrir mikilvægi vörumerkja. Þau eru margfaldari á arðsemi og þegar harðnar í ári finnurðu hvernig gott vörumerki virkar eins og hjúpur sem ver fyrirtækið áföllum. Sterk vörumerki standast betur erfiðar áskoranir. Þá er meðvitund um mikilvægi vörumerkja fyrir ráðningar að vaxa. Fólk vill almennt vinna hjá góðum vörumerkjum,“ segir Íris að lokum.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.