Jarðboranir segja upp 50 starfsmönnum

Mynd sýnir jarðhitaborun á vegum Jarðborunar á Hellisheiði. Mynd tengist …
Mynd sýnir jarðhitaborun á vegum Jarðborunar á Hellisheiði. Mynd tengist frétt ekki beint. Ljósmynd/Jarðboranir

Íslenska fyrirtækið Jarðboranir sögðu nýlega upp 50 starfsmönnum á Nýja Sjálandi. Ástæða hópuppsagnarinnar er óvissa um framhald verkefna fyrirtækisins á Nýja Sjálandi.

Þetta staðfestir Sveinn Hannesson, forstjóri Jarðborana, í svari við fyrirspurn mbl.is.

Sveinn segir eftirsjá af þessum sérhæfðu sérfræðingum en tekur fram að þetta hafi ekki áhrif á starfsemi fyrirtækisins á Íslandi né starfsmenn fyrirtækisins hér á landi.

Segir hann bjart fram undan á Íslandi, í Evrópu og víðar í jarðhitaborunum.

„Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarið, er yfirvofandi orkuskortur í landinu og við vonum að fyrirtæki og opinberir aðilar flýti ákvörðunum sem þarf augljóslega að taka varðandi fjárfestingar í orkugeiranum,“ segir hann í skriflegu svari til mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK