Breytingar hafa verið kynntar á stjórn Íslandsbanka. Frosti Ólafsson, sem setið hefur í stjórn bankans frá því í mars 2020, hefur sagt sig úr stjórninni. Frosti mun taka við stöðu hjá McKinsey & Company líkt og fram hefur komið.
Að því er kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka í kvöld tekur Páll Grétar Steingrímsson sæti í stjórn bankans í stað Frosta. Páll Grétar er löggiltur endurskoðandi og hefur verið varamaður í stjórn Íslandsbanka frá mars 2022.