Telur möguleika á fleiri Jómfrúm

Jómfrúin í Leifsstöð. Veitingastaðurinn hefur selt danskt smurbrauð og skandinavíska …
Jómfrúin í Leifsstöð. Veitingastaðurinn hefur selt danskt smurbrauð og skandinavíska rétti í 28 ár á Íslandi. Mynd/Isavia

Veitingastaðurinn Jómfrúin við Lækjargötu í Reykjavík öðlaðist mikla reynslu á undirbúningsferlinu fyrir sérleyfisveitingu til stórfyrirtækisins SSP sem rekið hefur Jómfrúna í Leifsstöð sl. sex mánuði.

Þetta segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi og rekstrarstjóri Jómfrúarinnar, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Með hjartanu og excel

„Ég trúi því einlæglega að veitingastaðir þurfi að reka sig til jafns með hjartanu og töflureikninum excel. Það að fara í þessa vinnu með SSP skerpti á innviðum okkar, gæðamálum, uppskriftum og starfsmannamálum og í raun öllu sem tengist fyrirtækinu,“ segir Jakob Einar.

Jakob Einar segir að það sé ekkert leyndarmál að í samningnum við SSP sé klásúla um að ef SSP hafi áhuga á að opna fleiri staði undir vörumerki Jómfrúarinnar eða sams konar staði undir öðru vörumerki hafi þeir ekki heimild til þess nema í samvinnu við Jómfrúna.

„Ef það poppar allt í einu upp staður eins og Jómfrúin á Arlanda-flugvelli væri skrýtið ef ég hefði ekki haft pata af því. Það er ýmislegt í farvatninu sem er ekki tímabært að tala um strax, en möguleikinn á fleiri sérleyfisstöðum er fyrir hendi.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK