Icelandair var meðal stundvísustu flugfélaga Evrópu á síðasta ári samkvæmt úttekt, sem greiningarfyrirtækið Cirium hefur birt.
Cirium hefur reiknað út hve hátt hlutfall flugvéla flugfélaganna hefur lent innan við 15 mínútum frá áætlun. Samkvæmt skýrslu fyrirtækisins er Icelandair í 9. sæti evrópskra flugfélaga og 76,48% flugvéla félagsins lentu á tilsettum tíma.
Í efsta sæti í Evrópu var spænska lággjaldaflugfélagið Iberia Expess með 84,5% lendinga á réttum tíma og móðurfélagið Iberia var í 2. sæti með 84,2% lendinga á tilskyldum tíma. Í næstu sætum eru Austrian Airlines, LOT Polish Airlines, Norwegian Air Shuttle, Vueling, Finnair, Norwegian Air Sweden, Icelandair og KLM.