Straumur í samstarf við Adyen í greiðslumiðlun

Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Straums.
Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Straums.

Straumur, íslenskt fyrirtæki í greiðslumiðlun og dótturfélag Kviku banka, hefur skrifað undir
samstarfssamning við fjártæknifyrirtækið Adyen um færsluhirðingu og vöruþróun á sviði fjártækni.

Adyen er alþjóðlegt fyrirtæki í fjármálaþjónustu með aðsetur í Hollandi og sér meðal annars um greiðslur fyrir H&M, Spotify, Uber, Electrolux og Microsoft. Adyen, sem stofnað var árið 2016, er eitt fremsta fjártæknifyrirtæki heims á sviði stafrænna greiðslna, gagnastjórnunar og fjármálasamþættingar.

Auka þjónustuframboð

Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Straums, segir að starfsmenn Straums séu staðráðnir í að bjóða upp á framúrskarandi greiðslulausnir fyrir söluaðila.

„Nálgun okkar gengur út fyrir hefðbundna greiðslumiðlun; við lítum á okkur sem samstarfsaðila viðskiptavina okkar og viljum hjálpa þeim að vaxa. Samstarfið við nýjan öflugan færsluhirði gerir okkur kleift að auka tæknilega getu og þjónustuframboð okkar verulega,“ segir Lilja í tilkynningu. 

Tobias Lindh, framkvæmdastjóri Adyen Nordics & Baltics segir að Ayden sé stolt af því að vinna með samstarfsaðilum sem drífa heim greiðslulausna áfram.

„Þess vegna erum við spennt fyrir að koma inná íslenska markaðinn í samstarfi við Straum sem færsluhirðir þeirra. Vöru- og þjónustuframboð Straums í greiðslumiðlun á Íslandi ásamt fjártæknilausnum okkar mun tryggja auðveldari, öruggari og einfaldari greiðslur fyrir íslenska neytendur um allt land,“ segir Tobias Lindh í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka