Flotaendurnýjun Icelandair heldur áfram

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og Wouter van Wersch, yfirmaður …
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, og Wouter van Wersch, yfirmaður hjá Airbus, við undirritun samkomulagsins í júlí 2023. Ljósmynd/Aðsend

Icelandair og SMBC Aviation Capital hafa undirritað samning um langtímaleigu á Airbus A321LR þotu til afhendingar á fyrsta ársfjórðungi árið 2026. Þetta er fimmta Airbus þotan sem Icelandair semur um langtímaleigu á við SMBC. Þetta segir í tilkynningu Icelandair til kauphallarinnar.  

Eins og áður hefur verið tilkynnt undirritaði Icelandair tvo samninga í júlí 2023, annars vegar við Airbus um allt að 25 Airbus A321XLR þotum, og hins vegar við SMBC um langtímaleigu á fjórum nýjum A321LR þotum, segir enn fremur í tilkynningunni. 

Icelandair þegar hafið innleiðingu á öflugum flugvélum

„Það er mjög ánægjulegt að tilkynna um langtímaleigu á enn einni þotu frá SMBC, sem við höfum átt í góðu samstarfi við um árabil. Við höfum þegar hafið innleiðingu þessara öflugu flugvéla sem munu taka við af Boeing 757 vélunum. Þær munu skapa spennandi tækifæri og möguleika á nýjum fjarlægari áfangastöðum ásamt því styðja við sjálfbærnivegferð okkar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK