Þau voru framkvæmdastjórar Viðskiptaráðs - Hvar eru þau nú?

Svanhildur Hólm Valsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og verðandi sendiherra.
Svanhildur Hólm Valsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og verðandi sendiherra. mbl.is/Brynjólfur Löve

Viðskiptaráð hefur auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra ráðsins. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sem nú er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, mun sem kunnugt er taka við starfi sendiherra í Washington síðar á árinu.

Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festar.
Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festar. Ljósmynd/Festi

Svanhildur Hólm var ráðin framkvæmdastjóri haustið 2020 og tók þá við starfinu af Ástu S. Fjeldsted, sem hafði gegnt starfinu frá byrjun árs 2017 en var ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar sumarið 2020. Ásta var síðar ráðin forstjóri Festis og gegnir þeirri stöðu núna. 

Frosti Ólafsson tók við sem framkvæmdastjóri Olís árið 2021.
Frosti Ólafsson tók við sem framkvæmdastjóri Olís árið 2021. Eggert Jóhannesson

Frosti Ólafsson gegndi starfinu áður, á árunum 2013-2017, en lét af störfum þegar hann var ráðinn forstjóri Orfs líftækni. Hann var síðar ráðinn framkvæmdastjóri Olís en réð sig nýlega til starfa hjá McKinsey & Company.

Haraldur Ingi Birgisson, lögmaður og meðeigandi Deloitte Legal, gegndi stöðu …
Haraldur Ingi Birgisson, lögmaður og meðeigandi Deloitte Legal, gegndi stöðu framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs um tíma en hafði verið lögfræðingur ráðsins í nokkur ár áður. mbl.is/Hákon Pálsson

Þar áður gegndi Haraldur I. Birgisson, lögfræðingur og nú einn meðeigenda Deloitte, stöðunni tímabundið eftir að Finnur Oddsson lét af störfum árið 2012 þegar hann var ráðinn forstjóri Nýherja (síðar Origo). Finnur er sem kunnugt er forstjóri Haga núna.

Finnur Oddsson er núna forstjóri Haga.
Finnur Oddsson er núna forstjóri Haga. Kristinn Magnússon

Hann starfaði sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs frá árinu 2007 og tók við starfinu af Höllu Tómasdóttur, sem þá lét af störfum til að stofna eigið fyrirtæki. Halla hafði þó aðeins gegnt starfinu í eitt ár, en hún tók við af Þór Sigfússyni, sem árið 2006 var ráðinn forstjóri Sjóvár.

Halla Tómasdóttir, nú forstjóri B Team, gegndi stöðu framkvæmdastjóra í …
Halla Tómasdóttir, nú forstjóri B Team, gegndi stöðu framkvæmdastjóra í eitt ár. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Í framhjáhlaupi má nefna að á þeim tíma starfaði Halldór Benjamín Þorbergsson, nú forstjóri Regins, sem hagfræðingur Viðskiptaráðs, en hann réði sig síðar til Icelandair og varð síðar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Á sama tíma var Davíð Þorláksson, nú framkvæmdastjóri Betri samgangna en áður yfirlögfræðingur Icelandair Group, lögfræðingur Viðskiptaráðs.

Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska Sjávarklasans, var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs áður en …
Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska Sjávarklasans, var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs áður en hann var ráðinn sem forstjóri Sjóvár. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK