Vilja auka hlutdeild á mötuneytismarkaði

Grímur Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Gríms kokks.
Grímur Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Gríms kokks.

Matvælaframleiðandinn Grímur kokkur jók hlutafé sitt á dögunum. Grímur Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Gríms kokks, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að hlutafjáraukningin sé liður í að styrkja stoðirnar undir fyrirtækið og ýta undir framtíðarvöxt.

„Með þessu aukna hlutafé erum við að styrkja stöðu okkar en það hefur verið fín aukning hjá okkur undanfarið,“ segir Grímur.

Spurður hvernig reksturinn hafi gengið á undanförnum misserum segir Grímur að hann hafi gengið ágætlega þó svo að heimsfaraldurinn hafi reynst fyrirtækinu erfiður.

„Covid kenndi okkur heilmikið og varð til þess að við fórum í gegnum mikið hagræðingarferli. Við fórum að vélvæða mikið hjá okkur og það skilaði sér í bættri afkomu.“

Fiskur og grænmeti

Grímur kokkur er með starfsemi í Vestmannaeyjum og framleiðir tilbúin matvæli, aðallega fiskrétti og grænmetisrétti. Fyrir utan hefðbundna fiskrétti framleiðir félagið einnig súpur eins og humar- og sjávarréttarsúpur.

„Við stefnum á að auka hlutdeild okkar á mötuneytismarkaðnum en inni á þeim markaði eru líka veitingastaðirnir og kaffihúsin. Við sjáum mikil tækifæri í því. Það er svo gífurleg
samkeppni á smásölumarkaðnum en það hefur þó líka gengið ágætlega hjá okkur þar.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK