Danir eru með böggum hildar eftir að tilkynnt var að bjórframleiðandinn Carlsberg myndi hækka verð á bjór á þessu ári.
Þessi tíðindi koma í kjölfarið á fregnum af tapi upp á 835 milljarða króna vegna ársins 2023 eftir að rússnesk stjórnvöld tóku yfir stjórn á rússnesku dótturfyrirtæki bjórframleiðandans, Baltika Breweries.
Jacob Aarup-Andersen, framkvæmdastjóri hjá Carlsberg, vildi hvorki upplýsa hvaða markaðssvæði hækkanir taki til né hversu mikil hækkunin verði.