Beint: Er ríkið í stuði?

Nýr markaður fyrir hleðslu og þjónustu fyrir rafbílaeigendur hefur orðið til með orkuskiptum í samgöngum. Fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga veita einkafyrirtækjum harða samkeppni á þessum nýja markaði án þess að það hafi fengið mikla athygli eða umræðu. Er einhver þörf á að hið opinbera þjónusti rafbíla frekar en bensín- eða dísilbíla? Er samkeppnin sanngjörn og opinberu fyrirtækin að sinna sínu eðlilega hlutverki – eða er eitthvað mjög óeðlilegt í gangi?

Þessum spurningum er velt upp á opnum fundi Félags atvinnurekenda kl. 16 í dag á Grand Hótel Reykjavík. Þar verður kynnt ný skýrsla, „Er ríkið í stuði?“ sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon hefur unnið fyrir FA um markað orkuskipta í samgöngum. Fulltrúar fyrirtækja á markaðnum lýsa sinni reynslu af samkeppni við fyrirtæki hins opinbera og ráðherra orkumála lýsir sinni afstöðu til þessarar þróunar.

Hægt er að fylgjast með fundinum hér fyrir neðan í beinu streymi. 

16.00   Fundur settur
Anna Kristín Kristjánsdóttir, varaformaður FA, fundarstjóri

16.05   Opnunarávarp
Guðrún Ragna Garðarsdóttir, formaður FA og framkvæmdastjóri Atlantsorku

16.15   Er ríkið í stuði? Kynning á nýrri skýrslu
Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon

16.30   Samkeppni með forgjöf
Þórdís Lind Leiva, forstöðumaður orkusviðs N1

16.45   Eru orkuskipti eftirlitslaus?
Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku

17.00   Ávarp
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK