Fimm nýir starfsmenn til Plaio

Plaio var stofnað árið 2021 og þróar hugbúnað með gervigreind …
Plaio var stofnað árið 2021 og þróar hugbúnað með gervigreind sniðinn að lyfja- og líftæknifyrirækjum. Ljósmynd/Plaio

Hugbúnaðarfyrirtækið Plaio hefur bætt við sig fimm nýjum starfsmönnum í hóp hugbúnaðarþróunar og árangursdrifinna viðskiptatengsla. 

Fyrirtækið var stofnað árið 2021 og þróar hugbúnað með gervigreind sniðinn að lyfja- og líftæknifyrirækjum. Allir starfsmennirnir hafa þegar hafið störf. Þetta kemur fram í tilkynningu Plaio.

Starfsmennirnir sem um ræðir eru þau Ásdís Birna Hermannsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Bylgja Ýr Tryggvadóttir, Kjartan Guðmundsson, Róbert Andri Kristjánsson.

Ásdís Birna Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem ráðgjafi innan innleiðingarteymis fyrirtækisins. Ásdís mun sjá um ráðgjöf til viðskiptavina og tryggja árangur þeirra með hugbúnaði PLAIO. Hún hefur undanfarin ár starfað hjá Alvotech við miðlæga verkefnastjórnun á framleiðsluferli. 

Berglind Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem tæknilegur ráðgjafi. Hún útskrifaðist með M.Sc. í Mannlegri gervigreind frá DTU í Danmörku á síðasta ári.

Bylgja Ýr Tryggvadóttir hefur verið ráðin sem ráðgjafi innan innleiðingarteymis PLAIO. Bylgja hefur undanfarin sjö ár starfað sem þjónustustjóri hjá NOVA og kemur með öfluga reynslu þaðan til fyrirtækisins.

Kjartan Guðmundsson hefur verið ráðin sem tæknileiðtogi (Tech Lead) reiknigreindar. Kjartan kemur til PLAIO frá DTE þar sem hann starfaði sem verkfræðingur í gervigreind, en  áður starfaði hann hjá Controlant og sem verkfræðingur við róbotagerð í Bretlandi. 

Róbert Andri Kristjánsson hefur verið ráðin sem tæknileiðtogi (Tech Lead) bakenda. Róbert var áður hjá Controlant þar sem hann sinnti starfi tæknileiðtoga innan vöruþróunar, en á undan því var Róbert meðal annars hjá Símanum og Advania. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK