Beint: Göngum í takt

Fundurinn fer fram í Hörpu.
Fundurinn fer fram í Hörpu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Menntadagur atvinnulífsins er árlegur viðburður þar sem menntamál eru í brennidepli. Fundurinn er haldinn í Hörpu í dag kl. 09:00 - 10:30. Yfirskrift menntadagsins í ár er Göngum í takt: Er menntakerfið að halda í við þarfir atvinnulífsins?

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan

Á fundinum kynna SA og aðildarsamtök uppfærðar niðurstöður könnunar Gallup á eftirspurn eftir vinnuafli þvert á atvinnugreinar í því augnamiði að skilgreina nauðsynlegar aðgerðir svo vinnuaflsskortur hamli ekki vexti í atvinnulífinu. Rödd atvinnulífsins fær að heyrast sem fyrr og ráðherrar málaflokksins mæta í umræður þar sem menntakerfið er krufið með tilliti til færniþarfar á vinnumarkaði, að því er segir í tilkynningu. 

Þá eru hin árlegu menntaverðlaun atvinnulífsins veitt í tveimur flokkum af Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni SamorkuSamtaka ferðaþjónustunnarSamtaka fjármálafyrirtækjaSamtaka fyrirtækja í sjávarútvegiSamtaka iðnaðarinsSamtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK