Útlánavöxtur hjá viðskiptabönkunum þremur á síðasta ári var heldur minni en árið á undan. Hátt vaxtastig og efnahagsaðstæður hafa haft áhrif á útlán bankanna eins og búast mátti við. Útlán og kröfur á viðskiptavini hjá Landsbankanum námu 1.630 milljörðum króna og jukust um 6% milli ára. Á árinu 2022 jukust útlánin um 11,3%.
Útlán til einstaklinga jukust um 29 milljarða króna. Íbúðalán aukast um 4%, eða um 26 milljarða króna. Útlán til fyrirtækja jukust um 63 milljarða króna en vegna gengisáhrifa að fjárhæð 5,5 milljarða króna er heildaraukningin 58 milljarðar króna.
Lestu ítarlega úttekt í ViðskiptaMogganum í dag.