Segir starfsmenn Skattsins hafa sætt hótunum

Skatturinn hefur greitt starfsmönnum sínum bónusa á liðnum árum, þ.á.m. …
Skatturinn hefur greitt starfsmönnum sínum bónusa á liðnum árum, þ.á.m. starfsmönnum sem sinna skattarannsóknum. Kristinn Magnússon

Viðmælendur ViðskiptaMoggans telja að þrátt fyrir að Skatturinn hafi nú afnumið bónuskerfi starfsmanna, í kjölfar umfjöllunar um kerfið, sé fjölmörgum spurningum ósvarað. Þar vísa þeir helst til mála sem snúa að mögulegri endurupptöku þar sem Skatturinn hefur ákveðið endurálagningu gjalda.

„Í tilkynningunni felst ákveðin viðurkenning Skattsins á að þetta fyrirkomulag standist ekki skoðun og að fenginni þeirri niðurstöðu hljóti að vera rétt að endurupptaka þau mál sem þetta launafyrirkomulag snertir,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður í samtali við ViðskiptaMoggann.

„Ef dæmi fyrirfinnast þess að við endurákvörðun gjalda hafi einhvers konar bónusgreiðslur komið til þarf að endurupptaka þau mál. Ef fjármálaráðuneytið eða Skatturinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að viðbótarlaunakerfið rýri trúverðugleika stofnunarinnar hlýtur það að vera eðlilegt framhald að endurupptaka málin ef svo ber undir,“ segir Páll Rúnar.

Breyta stofnanasamningum

Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir að Skatturinn hafi ákveðið í samráði við viðkomandi stéttarfélög að breyta stofnanasamningum og fella úr gildi bónuslaunaákvæðið, m.a. vegna þess starfsmenn hafi fengið hótanir í kjölfar umfjöllunar um bónusgreiðslur til starfsmanna. Aðspurður vill hann þó ekki gefa upp um hvers konar hótanir sé að ræða eða hverjir hafi haft í hótunum.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK