Borgin leitar til CEB

Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson stýra borginni saman.
Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson stýra borginni saman. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykja­vík­ur­borg íhug­ar nú að sækja um og hefja viðræður við Þró­un­ar­banka Evr­ópuráðsins, CEB, um láns­fjár­mögn­un. Málið verður rætt á fundi borg­ar­ráðs á morg­un. Einnig verður bor­in fram til­laga um út­gáfu á nýj­um skulda­bréfa­flokk­um.

Eins og áður hef­ur verið fjallað um hef­ur borg­in full­nýtt þær lánalín­ur sem hún hafði hjá ís­lensku bönk­un­um, um 12 ma.kr. Þá hef­ur þátt­taka í skulda­bréfa­út­boðum borg­ar­inn­ar gengið upp og ofan, en borg­in sótti 21 ma.kr. í láns­fjár­mögn­un á síðasta ári þar sem kröf­urn­ar fóru hækk­andi. Í fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar er áætlað að borg­in taki lán fyr­ir allt að 16,5 ma.kr. í ár. Í fyrra var Reykja­vík­ur­borg eitt þeirra sveit­ar­fé­laga sem eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga (EFS) sagði ekki upp­fylla öll lág­marks­viðmið fyr­ir A-hluta rekstr­ar.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK