Borgin leitar til CEB

Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson stýra borginni saman.
Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson stýra borginni saman. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjavíkurborg íhugar nú að sækja um og hefja viðræður við Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, um lánsfjármögnun. Málið verður rætt á fundi borgarráðs á morgun. Einnig verður borin fram tillaga um útgáfu á nýjum skuldabréfaflokkum.

Eins og áður hefur verið fjallað um hefur borgin fullnýtt þær lánalínur sem hún hafði hjá íslensku bönkunum, um 12 ma.kr. Þá hefur þátttaka í skuldabréfaútboðum borgarinnar gengið upp og ofan, en borgin sótti 21 ma.kr. í lánsfjármögnun á síðasta ári þar sem kröfurnar fóru hækkandi. Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er áætlað að borgin taki lán fyrir allt að 16,5 ma.kr. í ár. Í fyrra var Reykjavíkurborg eitt þeirra sveitarfélaga sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) sagði ekki uppfylla öll lágmarksviðmið fyrir A-hluta rekstrar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK