Hljóta viðurkenningu frá Google

Andreas Aðalsteinsson og Sigurður Svansson hjá Sahara fagna viðurkenningunni.
Andreas Aðalsteinsson og Sigurður Svansson hjá Sahara fagna viðurkenningunni. Ljósmynd/Aðsend

Tvær íslenskar stafrænar markaðsstofur hafa hlotið Premier Partner viðurkenningu frá Google fyrir árið 2024. 

Markaðsstofurnar Sahara og Svartigaldur voru þess heiðurs aðnjótandi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Hámarka árangur í herferðum

Í tilkynningu segir að viðurkenningin frá Google er gefin til þeirra sem ná að: „hámarka árangur í herferðum fyrir viðskiptavini gegn því að auka virði og vöxt viðskiptavina og með því að sýna fram á færni og sérfræðikunnáttu í Google Ads.“

Viðurkenningin hefur einnig í för með sér aðgang að nýjum vörum Google áður en þær komast í hendur almennings.

Þá gefst aukin stuðningur frá sérfræðingum Google sem og aðgangur að viðburðum á vegum Google. 

Aðeins 3% hljóta viðurkenninguna

„Við höfum unnið markvisst að því að fá þessa viðurkenningu frá Google síðustu árin, en aðeins 3% af Google Partners hljóta viðurkenninguna Premier Partner ár hvert í heiminum. Viðurkenningin er einnig merki um það traust sem viðskiptavinir hafa veitt okkur í þessari vegferð og því var mikil ánægja þegar hún var í höfn," er haft eftir Andreasi Aðalsteinssyni, meðeiganda og yfirmanni stafrænnar deildar Sahara í tilkynningu.

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur hjá Sahara, bæði fyrir fyrirtækið og þá frábæru starfsmenn sem starfa hjá fyrirtækinu. Viðurkenningin gefur ákveðna staðfestingu á þann metnað sem við setjum í verkefnin okkar, og mun þannig styrkja ásýnd fyrirtækisins hér heima og erlendis," er haft eftir Sigurði Svanssyni, framkvæmdastjóra Sahara í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK