LSR leitaði að frambjóðendum fyrir stjórnarkjör í Festi

Festi rekur meðal annars N1 og Krónuna.
Festi rekur meðal annars N1 og Krónuna. Árni Sæberg

Nú kemur að þeim tíma ársins þar sem aðalfundir skráðra fyrirtækja eru haldnir. Yfirleitt eru þeir fundir tíðindalitlir nema fyrir þá sem eiga beina aðkomu að rekstri félaganna, s.s. starfsmenn, stjórnendur og stærstu hluthafa. Helstu undantekningarnar eru þó þegar tekist er á um stjórnarsæti í félögunum og á liðnum tveimur árum hafa komið upp fleiri og fleiri tilvik þar sem það á við. Í um áratug þar á undan heyrði það til undantekninga að tekist væri á um stjórnarsæti og í flestum tilvikum greiddu þeir hluthafar sem sóttu fundina atkvæði þeim aðilum sem tilnefndir voru af tilnefningarnefndum félaganna.

Þetta er þó ekki algilt. Fólki er heimilt að bjóða sig fram án þess að vera tilnefnt af tilnefningarnefnd og nokkur dæmi eru um slíkt. Í flestum tilvikum hafa þeir frambjóðendur þó ekki náð kjöri. Þá hefur sem fyrr segir verið tekist á um stjórnarsæti í einstaka félögum nýverið. Til að mynda þegar kosið var á ný í stjórn Festi sumarið 2022 og eins þegar nýir fjárfestar komu inn í hluthafahóp Sýnar sama ár.

Að öllu óbreyttu verður tekist á um stjórnarsæti í Festi á aðalfundi félagsins á morgun. Sjö einstaklingar hafa boðið sig fram í fimm stjórnarsæti. Tilnefningarnefnd félagsins hafði skilað fimm tilnefningum en þar vakti athygli að Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður félagsins, var í framboði á ný – en hann sagði sig úr stjórn í byrjun árs 2022.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, þar sem meðal annars kemur fram að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hvatti til þess að aðrir aðilar gæfu kost á sér í stjórn félagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK