Björn Brynjúlfur nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Björn Brynjúlfur Björnsson er nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Björn Brynjúlfur Björnsson er nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björn Brynjúlfur Björnsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann mun hefja störf þann 1. maí næstkomandi og tekur við starfinu af Svanhildi Hólm Valsdóttur, sem skipuð hefur verið sendiherra í Washington.

Í tilkynningu frá Viðskiptaráði kemur fram að Björn sé framkvæmdastjóri og stofnandi Moodup, hugbúnaðarfyrirtækis sem mælir starfsánægju fyrir vinnustaði. Áður starfaði hann sem efnahags- og rekstrarráðgjafi, hagfræðingur Viðskiptaráðs og ráðgjafi hjá McKinsey & Company. Björn er hagfræðingur að mennt með meistaragráðu frá University of Oxford.

„Ég hlakka til mæta aftur til Viðskiptaráðs og vinna þar að jákvæðum breytingum fyrir íslenskt samfélag. Á síðustu árum hef ég öðlast fjölþætta sýn á rekstrarumhverfi fyrirtækja í gegnum störf mín sem frumkvöðull og ráðgjafi, sem verður gott veganesti á þeirri vegferð. Innan raða Viðskiptaráðs má finna breiðan hóp fyrirtækja með reynslumikla stjórnendur,“ segir Björn Brynjúlfur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK