Horfið frá áratuga skattaframkvæmd

Vinnubrögð Skattsins hafa breyst til hins verra á undanförnum árum …
Vinnubrögð Skattsins hafa breyst til hins verra á undanförnum árum að mati þeirra sem þekkja til stofnunarinnar. Kristinn Magnússon

„Eins og komið er inn á í greininni virðist oft á tíðum hreinlega skorta þekkingu hjá embættinu og mögulega er partur af skýringunni að embættið sé að hverfa frá áratugalangri skattframkvæmd, sem er einfaldlega vegna þess að þarna starfar fólk sem skortir þekkinguna, en vill engu að síður vinna starfið sitt vel,“ segir Garðar Gíslason hæstaréttarlögmaður í samtali við ViðskiptaMoggann, spurður nánar um breytt vinnubrögð hjá Skattinum. Hann ásamt átta lögmönnum lýsti yfir þungum áhyggjum af skattframkvæmd á Íslandi í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum.

Garðar G. Gíslason hæstaréttarlögmaður.
Garðar G. Gíslason hæstaréttarlögmaður. Ljósmynd/Aðsend

Til hins verra

Tilefni greinarskrifanna var sú þróun embættisins sem þeir hafa fylgst með á undanförnum árum og leitt til mikilla breytinga til hins verra að þeirra mati, þegar kemur að skatteftirliti og -framkvæmd. Ákvarðanir Skattsins væru oftar tilviljanakenndar og ófyrirsjáanlegar og horfið hafi verið frá áratugalangri skattframkvæmd, með tilheyrandi óvissu fyrir fólk sem hefur verið fast í greipum Skattsins. Þá hefðu fæstir fjárhagslegt bolmagn til að sækja rétt sinn gagnvart stofnuninni. Einnig benda greinarhöfundar á að fréttir af bónuskerfi Skattsins, sem nær m.a. til starfsmanna sem annast eftirlit, rannsóknir og endurákvarðanir, hafi verið til þess fallið að sá enn frekari fræjum efasemda um vinnubrögð embættisins.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK