Kostnaður hækkar um 205 m.kr. hjá ÁTVR

Stjórnunar- og skrifstofukostnaður Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) hækkaði um ríflega 133 milljónir króna milli áranna 2022 og 2023, úr rúmum 450 milljónum króna í tæpar 584 milljónir. Árið 2021 nam kostnaðurinn 378 milljónum króna. Útgjaldaaukningin á þessum eina kostnaði nemur því 205 milljónum króna á þremur árum. Þetta kemur fram skriflegu svari ÁTVR til ViðskiptaMoggans.

Tölvur og starfsmenn

Í svarinu kemur fram að stór hluti útgjaldaukningarinnar milli áranna 2021 og 2022 var vegna endurnýjunar tölvukerfa og starfsmannakostnaðar. Stofnunin fagnaði 100 ára afmæli árið 2022 og starfsmannakostnaðurinn hækkaði um tæpar 30 milljónir króna á milli ára, m.a. vegna veglegrar árshátíðar þar sem starfsfólki og mökum var boðið. Árið 2022 var einnig ráðist í undirbúning að viðamikilli uppfærslu á tölvukerfi, sem var síðan hrint í framkvæmd árið 2023, sem skýri aukinn kostnað á rekstri tölvukerfa milli áranna 2022 og 2023. Þá kemur einnig fram að breytingin á aðkeyptri sérfræðiþjónustu árið 2023 skýrist m.a. af ráðningu sérfræðings til að undirbúa innleiðingu á nýju tóbaksvarnarfrumvarpi sem samþykkt var á Alþingi haustið 2023. Þá jókst ferðakostnaður um tíu milljónir á milli ára í fyrra.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK