IKEA hlaut umhverfisverðlaun Terra

Valgerður Sigrúnar Vigfúsardóttir, forstöðumaður viðskiptadeildar Terra, og Elísabet Magnúsdóttir viðskiptastjóri …
Valgerður Sigrúnar Vigfúsardóttir, forstöðumaður viðskiptadeildar Terra, og Elísabet Magnúsdóttir viðskiptastjóri fyrirtækisins, afhentu Svanhildi Hauksdóttur, Stefáni Dagssyni og Guðnýju C. Aradóttur verðlaunin í IKEA. Ljósmynd/Hulda Margrét

IKEA hlaut í vikunni umhverfisverðlaun Terra 2023 fyrir framúrskarandi, markvissan og eftirtektarverðan árangur og ábyrga stefnu í umhverfismálum. 

Er þetta í fjórða skipti sem umhverfisverðlaun Terra eru veitt.

„Við hjá Terra upplifum einstaklega mikinn meðbyr hjá starfsfólki IKEA þegar kemur að flokkun og sjáum við fram áframhaldandi frábært samstarf þegar kemur að því að hámarka þá vegferð að breyta úrgangi í auðlind," er haft eftir Valgerði Sigrúnar Vigfúsardóttur, forstöðumanni viðskiptadeildar hjá Terra, í fréttatilkynningu.

Leggja áherslu á flokkun úrgangs

Í rökstuðningi tilnefningarinnar kom meðal annars fram að IKEA hafi lagt mikið af mörkum við að auka umhverfisvitund landsmanna. IKEA leggi mikla áherslu á flokkun úrgangs og að flokka hann vel. 

„Terra vill hvetja fólk og fyrirtæki til þess að flokka og endurvinna betur. Úrgangur er ekki bara úrgangur heldur er um verðmæti að ræða sem er mikilvægt að fara vel
með og ná honum aftur inn í hringrásarhagkerfið," er haft eftir Valgerði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK