Aðalfundur Sýnar hf. verður haldinn næstkomandi fimmtudag og bárust fimm framboð til aðalstjórnar innan lögboðins framboðsfrests.
Buðu sig fram þau Hákon Stefánsson, Mariam Laperashvili, Páll Gíslason, Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, Ragnar Páll Dyer og Rannveig Eir Einarsdóttir, að því er segir í tilkynningu.
Til varastjórnar buðu sig fram þau Daði Kristjánsson og Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir.